148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er með tvær spurningar sem mig langar að koma að. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir hækkunum til háskólastigsins í frumvarpinu árið 2018 og svo aftur samkvæmt áætlun 2019. Ég spurði fyrr í dag hvort það væri liður í að ná meðaltali OECD til menntamála, sérstaklega þar sem það er svo engin hækkun 2020. Ég velti fyrir mér hvort það verði búið að ná markmiðunum árið 2019. Ef ekki langar mig að spyrja: Hvað þyrftum við mikið til að ná meðaltali OECD núna? Hvað þyrfti mikið í viðbót til að ná meðaltali Norðurlandanna miðað við núverandi tölur?