148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar sér að bæta kjör þeirra hópa sem lægstar hafa tekjurnar. Við erum tilbúin að vera í samstarfi og eiga samvinnu við verkalýðshreyfinguna, stjórnarandstöðuna og alla þá sem geta komið með góðar hugmyndir og ráð til þess að gera kaupmátt þeirra verst settu sem mestan. Við erum tilbúin að skoða breytingar á skattkerfinu og erum reyndar byrjuð á þeim. En eins og hv. þingmaður veit er mjög erfitt að fara yfir nánari útfærslu á því, sérstaklega þegar við erum að nálgast viðkvæma punkta er varða kjaraviðræður.