148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[18:07]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svör hæstv. ráðherra. Þetta er bara mjög hvetjandi. Ég hlakka einnig til góðs samstarfs.

Mig langar að leyfa hæstv. ráðherra að klára svar sitt og bæta við einu erindi sem ég fékk í tölvupósti frá fólki sem skrifaði mér varðandi þau úrræði sem eru í boði á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu, sem var mjög átakanlegur lestur og ég veit að hæstv. ráðherra hefur fengið sent líka, þar sem verið er að tala um að þau úrræði sem eru í boði séu að bregðast börnum, barni þeirra og fleiri börnum. Líf þeirra er bara í hættu vegna þessa. Það er á ábyrgð okkar þingmanna og ráðherra að úrræði séu í boði fyrir börn sem eiga við erfiðleika að stríða og það er á ábyrgð okkar að þau úrræði virki. Ég veit að hæstv. ráðherra hefur fengið tölvupóst frá þessum foreldrum. Erindum þeirra er ósvarað. Ég geri mér grein fyrir að það er mikið að gera hjá okkur öllum þessa dagana en hvet hæstv. ráðherra eindregið til að bregðast við þessu erindi því að þetta er mjög mikilvægt.