148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[18:11]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Já, ég þakka þessi svör. Þetta er mjög hvetjandi að heyra. Ég hlakka bara til að setjast niður með hæstv. ráðherra og ræða kannski við hann um borgaralaun. Ég held að það gæti verið dálítið skemmtilegt. Sem mögulegt úrræði í að einfalda almannatryggingakerfið og fara í kerfisbreytingar sem gætu í raun og veru gert líf margra miklu betra. Eða alla vega fara í að skoða það í fyrsta lagi, sem er eitthvað sem ég veit að ég mun beita mér fyrir sem formaður velferðarnefndar, að þetta mál verði tekið inn í nefndina og skoðað til hlítar og vonandi að það fái afgreiðslu á þingi. Þetta snýst bara um að setja saman nefnd og skoða leið til þess að breyta velferðarkerfinu og almannatryggingakerfinu. Ég hlakka til samstarfsins.