148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:56]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni. Það er alveg ljóst að þegar við horfumst í augu við hið mikla brotthvarf í framhaldsskólanum þá tengist það grunnskólunum. Við þurfum að fara miklu betur ofan í það hvers vegna þessi þróun á sér stað. Hún er samspil margra þátta. Ég fagna auknu samstarfi við sveitarstjórnarstigið. Ég tek eftir því að Reykjavíkurborg leggur nú meiri áherslu á menntamálin. Ég fagna því samstarfi og mun leita til þeirra til þess að kynna mér nákvæmlega hvað er að gerast í grunnskólum Reykjavíkurborgar og skoða sérstaklega þann þátt sem hv. þingmaður nefnir. Við eigum að sjálfsögðu að líta alltaf fyrst, skoða ræturnar vel og næra þær.