148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[20:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrir mér eru þetta aðeins aðskilin mál, þ.e. hvort við tökum fjármálastefnuna yfir höfuð á dagskrá fyrir áramót og klárum fyrri umr. um stefnuna og síðan hitt hvernig fjárlaganefndin, sem vissulega verður upptekin við að skoða og afgreiða fjárlagafrumvarpið, mun haga störfum sínum. Ég ætla ekki að hafa nein afskipti af því hvernig nefndin vill forgangsraða tíma sínum, en mér finnst hins vegar að við ættum að geta á þingfundi tekið umræðu um fjármálastefnuna svo lengi sem nefndin kallar ekki eftir því að fá fund á sama tíma. Þetta er bara samkomulagsatriði í þinginu sem við þurfum að ná niðurstöðu um.