148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:24]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvað hv. þingmaður á við þegar hann fjallar um tekjutíundirnar. Þeim er einfaldlega stillt þannig upp að það eru jafnmargir í hverri tekjutíund. Þannig búum við til tekjutíundirnar þegar við förum að reyna að bera þær saman. Það er hins vegar alveg hárrétt að það eru alls ekki allir eldri borgarar sem búa við kröpp kjör. Við eigum ekki að tala til þess hóps Íslendinga sem kominn er á efri ár eins og þeir þurfi allir á miklum stuðningi að halda. Það er hins vegar hópur, það er hópurinn sem hefur ekki náð að nýta starfsævina til að byggja sér upp góð lífeyrisréttindi, sem við erum alltaf að tala um, eða hefur mögulega gert það en lent í einhverjum öðrum áföllum á lífsleiðinni. Við eigum að beina sjónum okkar og kröftum að þeim hópi sérstaklega.

Ég fagna að öðru leyti áherslum hv. þingmanns sem styðja við þá viðleitni mína að koma helst þeim hópi til hjálpar. En ég minni á að hv. þingmaður var hér að stýra hópi sem skilaði af sér frumvarpi þar sem við vorum með ekkert frítekjumark (Forseti hringir.) á neinar tekjur, núll. (Gripið fram í.)