148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

útlendingar.

7. mál
[12:58]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þarna vísar hv. þingmaður til þess að um er að ræða tímabundið dvalarleyfi vegna náms. Það skiptir auðvitað máli hvað varðar þá spurningu sem hún velti fram, hvort eðlilegt sé að fólk fái um leið dvalarleyfi fyrir börn sín á meðan á námsdvöl stendur. Í sjálfu sér sé ég því ekkert til fyrirstöðu. Það kann að vera í einhverjum tilvikum þegar sérstakar aðstæður leiða til þess að það sé heimilað að ung börn fái dvalarleyfi ásamt foreldrum sínum sem eru hér í námi. Það er eitthvert svigrúm hjá stjórnvöldum til þess að skoða þau mál. Ég get tekið undir það hv. þingmanni að það er full ástæða til þess að skoða þá hlið á málinu.