148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

5. mál
[14:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þetta og hlakka til að takast á við verkefnið í umhverfis- og samgöngunefnd sem áheyrnarfulltrúi. En þar sem ég er líka fulltrúi í fjárlaganefnd hef ég alltaf vakið athygli á þeim lið frumvarps þar sem metin eru áhrif frumvarpsins á ríkissjóð. Þar er sérstaklega talað um að frumvarpið hafi ekki fjárhagslegáhrif á ríkissjóð. Samt er talað um að kostnaður muni hljótast af því fyrir ofanflóðasjóð og að það verði að bæta ofanflóðasjóði það upp í fjárlögum. Þarna er misræmi sem ég átta mig ekki alveg á.

Þess fyrir utan held ég að þetta sé bara mjög gott verkefni og nauðsynlegt. Ég klóra mér pínulítið í hausnum yfir því af hverju þetta telst ekki vera kostnaður fyrir ríkissjóð þó að hann komi í gegnum ofanflóðasjóð.