148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[15:10]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru tvö atriði sem mig langar að nefna örstutt, sem komu raunar bæði fram í máli ráðherra. Það er í fyrsta lagi að ég vil taka undir það sjónarmið sem ráðherrann nefndi í sambandi við hagnaðardrifna þjónustu, eins og ég held að hann hafi kallað það. Ég held að það sé mikilvægt að við stígum afar varlega til jarðar í byrjun. Að við búum þannig um hnútana að það geti ekki verið drifkrafturinn í þjónustuveitingu.

Samhliða því tel ég afar mikilvægt að í löggjöfinni sé hugað vel að þeim málum sem snúa að réttindum starfsfólks og, eðli málsins samkvæmt, réttindum þeirra þjónustuþega og ekki síst fjölskyldna þjónustuþega.