148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[15:23]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að það eigi ekki að vera fjármagnið sem stýrir þessu. En ég undirstrika mikilvægi þess að við klárum heildarlöggjöfina, sem eru stóru málin tvö og allar reglugerðirnar, áður en við setjum aukið fjármagn inn. Það er auðvitað, svo að maður sletti, hálfgert bix, að vera að framlengja bráðabirgðaákvæðið og auka þar inn. Það er gert vegna þess að við sem framkvæmdarvald og löggjafarvald, það bera allir ábyrgð á þessu, verðum að klára heildarlöggjöfina. Þá kemur fjármagnið inn þar.

Það er vilji þess sem hér stendur að við getum eflt þessa þjónustu eins hratt og mögulegt er. En þá verðum við líka að hraða löggjöfinni. Hún er grunnurinn undir þetta allt saman.