148. löggjafarþing — 5. fundur,  19. des. 2017.

velferðarmál.

[13:37]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Mér finnst þetta vera þunnt svar. Ég er að spyrja um þá hópa sem allra veikastir eru í samfélaginu. Það er engin raunveruleg tilraun gerð til þess einmitt að nota skattkerfið til að jafna kjörin. Fjármagnstekjuskatturinn sem er boðaður er boðaður með breytingu sem gerir kannski meira að segja ráð fyrir að þetta skili miklu minni tekjum en áætlað er. Á kannski að nota þá 14 milljarða sem fara í lækkun tekjuskatts til að jafna kjörin? Nei, herra forseti. Það hefði verið betra að sleppa þeirri kerfisbreytingu og nýta þá til þess að koma til móts við aldraða, öryrkja, húsnæðismál og ungt fólk.

Við í Samfylkingunni höfum stutt áform um uppbyggingu í menntakerfinu. Við höfum líka talað um að það sé mjög nauðsynlegt að bæta í heilbrigðiskerfið. En við, líkt og hæstv. forsætisráðherra, höfum einnig talað um (Forseti hringir.) skatttekjur af allra auðugasta fólki í landinu og að hlífa þeim sem lægstu launin hafa. Það er ekki verið að gera hér.