148. löggjafarþing — 5. fundur,  19. des. 2017.

ný stjórnarskrá, rannsókn á einkavæðingu bankanna.

[13:51]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég vil ítreka spurningu mína og spyrja hvort til standi að bíða með frekari sölu á hlut bankanna þar til búið sé að ljúka rannsókn. Ég myndi vilja fá svar við því. Og í ljósi nýjustu frétta vil ég spyrja hæstv. ráðherra, þar sem umræðan er um traust á stjórnmálamönnum, út í nýjar fregnir frá Hæstarétti þar sem hæstv. dómsmálaráðherra er dæmd brotleg við 10. gr. stjórnsýslulaga, við skipan dómara í Landsrétt. Treystir hæstv. forsætisráðherra hæstv. dómsmálaráðherra áfram til að gegna áfram stöðu sinni? Er til þess fallið að auka traust almennings á stjórnmálum að hún sitji þar áfram?