148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[10:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Með bréfi, dagsettu 21. september 2017, hefur forseti óskað eftir því, samanber 8. tölulið 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: Nýsköpun í ríkisrekstri: Umhverfi, hvatar og hindranir; Innheimta opinberra gjalda; Kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu; Alþjóðlegir samningar um varnir gegn mengun sjávar frá skipum; Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands og skýrslu um Háskólann á Hólum.