148. löggjafarþing — 7. fundur,  21. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[18:51]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Þetta kemur svo sem ekki mjög á óvart, það sem fram kom í svarinu. Sá sem hér stendur upplifir það þannig að ýmsum í meiri hlutanum sé uppálagt þessa dagana að kyngja skattahækkunum strax til að friða ákveðna hópa. Maður gæti gefið sér ýmis nöfn hv. þingmanna sem líður ekki vel með þetta, en skattanálgunin virðist gegnumgangandi vera sú, út frá þeim stjórnarsáttmála sem nú liggur fyrir, að skattahækkanir skuli ganga í gegn strax, skattalækkanir skulu skoðaðar á kjörtímabilinu.