148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:09]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Líkt og aðrir sem hafa stigið í þennan stól, fyrir utan hv. þm. Ólaf Gunnarsson, lýsi ég miklum vonbrigðum með hvernig haldið hefur verið á málum varðandi þau frumvörp sem hafa verið á dagskrá þingsins. Hér erum við að ræða tekjuöflunarfrumvarpið, bandorminn svokallaða, og nánast enginn tími hefur verið til að fara yfir hann. Frumvarpið ber hins vegar augljóst merki þess að við stjórnvölinn er stjórn sem samanstendur af flokkum lengst til hægri og lengst til vinstri. Það er nefnilega fjandakornið, afsakið orðbragðið, herra forseti, ekkert í þessu frumvarpi.