148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:15]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 125 þús. kr. í 150 þús. kr. Þetta þýðir að við erum að tryggja það að þrátt fyrir að skatthlutfall fari úr 20 upp í 22% þá mun allur almenningur sem á hinn hefðbundna sparnað í raun greiða lægri fjármagnstekjuskatt á komandi ári heldur en hann gerir að óbreyttum lögum. Við erum í raun að jafna út og lækka skattbyrði á venjulegt launafólk og færa hana yfir á þá sem meira hafa. Ég trúi því og treysti að allur þingheimur standi heill að baki þessari breytingartillögu.