148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir því að barnabætur hækki lítillega á hverja fjölskyldu og að þær byrji að skerðast við tæpar 242 þús. kr. sem er langt undir lágmarkslaunum. Ein ástæðan fyrir bágri stöðu barnafólks með lágar tekjur og meðaltekjur er að barnabótakerfið er veikt og nánast handónýtt hér á landi og því þarf að breyta. Við í Samfylkingunni munum leggja fram breytingartillögur þess efnis um breytt viðmið, bæði við fjárlagafrumvarpið og eins við 3. umr. þessa frumvarps.