148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:20]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegi forseti. Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008 og nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðum kerfisins. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni, að þetta komi fyrst og fremst tekjuhærri einstaklingum til góða, því að þar virka tekjuskerðingarnar í þessu kerfi. Vandinn er sá að fyrir fólk í annarri og þriðju tekjutíund, fyrir fullvinnandi einstaklinga, er verið að slá út á grundvelli 20% eignarhlutar í hóflegu húsnæði 35–45 millj. kr. eign. Það er alveg ljóst að verið er að hola þetta vaxtabótakerfi að innan, vísvitandi, með því að halda þessum eignamörkum niðri á sama tíma og fasteignaverð hefur tvöfaldast í landinu. Þess vegna segi ég já.