148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:32]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf):

Virðulegi forseti. Mér sýnist þessi atkvæðagreiðsla ætla að fara á einn veg. Stjórnin ætlar ekki að samþykkja tillöguna. Reyndar held ég að það þurfi engan pening í þetta, tillagan þýði frekar tekjur fyrir ríkissjóð en útgjöld. Þegar við leggjum fram okkar frumvarp sem kemur fram síðar munum við fara ofan í kjölinn á þessu. Ég vona að stjórnin vinni með okkur að því vegna þess að ef þetta eru tekjur fyrir ríkissjóð en ekki útgjöld hljóta rökin að geta sannfært þá.

Ég segi já.