148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:38]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Það er alveg sérstakt markmið að hvetja fólk til þess að vinna eins lengi og það hefur bæði áhuga á og getu. Ég hef hlustað eftir röksemdafærslu þeirra sem hafa flutt þessa tillögu og ég verð að viðurkenna að mér finnst hún nokkuð undarleg. Við vitum það, virðulegi forseti, og það er frábært, að nú mun fólk sem betur fer geta unnið lengur en það hefur gert áður. Það eru góð tíðindi og það mun bara aukast. Vilja menn þá forgangsraða takmörkuðum fjármunum til þeirra sem geta unnið lengi með há laun? Er það vilji þeirra sem flytja þessa tillögu? Það verður ekki annað séð af þeirri röksemdafærslu sem hér er flutt fram.

Við erum alltaf með takmarkaða fjármuni. Er það þar sem við viljum setja fjármunina?

Ég segi nei. (Gripið fram í.)