148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Við erum að greiða atkvæði um húsnæðisstuðning. Eins og allir vita er dálítið vandamál hérna fyrir utan hvað varðar framboð á húsnæði. Við leggjum til 12 milljarða í byggingar á nýjum húsum til leigu og því miður er það langt frá því að vera nóg, sú er staðan.

Staðan sem kemur upp í greiningu Þjóðskrár er að það vanti á bilinu 5.000–11.000 íbúðir. Miðgildið þýðir að við þurfum að byggja Akureyri núna, það er skorturinn. Versta spá er að það þarf að byggja heilan Hafnarfjörð núna, bara til að mæta þeim skorti sem er.

Það er staðreyndin sem við búum við í dag, þess vegna þurfum við að taka þetta vandamál alvarlega núna og leggja eitthvað af mörkum til að leysa vandamálið sem kemur í ljós dagsdaglega. Fólk býr á tjaldstæði, í alvörunni, fólk. (Gripið fram í.)