148. löggjafarþing — 10. fundur,  28. des. 2017.

fátækt á Íslandi.

[14:20]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Við ræðum um fátækt. Hér kallaði hæstv. fjármálaráðherra eftir nokkrum tölum sem ég hef heyrt núna undanfarið að séu nokkuð alvarlegar.

Til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, sem úthlutar mat og hefur gert síðastliðna tvo mánuði, þriðjudag og miðvikudag í hverri viku, komu u.þ.b. 180–250 manns í hvert skipti. Um jólin var úthlutað mat og gjöfum til 800 einstaklinga. Inni í því eru sumir með fjölskyldur, mjög margir sem koma eru öryrkjar og/eða hafa lent í erfiðleikum tímabundið. Ég vil taka fram að þetta eru tölur og þetta eru staðreyndir sem skipta máli fyrir þessa umræðu. Ég vil þakka kærlega fyrir að fá að taka þátt hér í ræðustól.