148. löggjafarþing — 10. fundur,  28. des. 2017.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

28. mál
[15:33]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég lofa að hafa þetta stutt. Mig langaði bara til að þakka kollegum mínum fyrir lendinguna í þessum málaflokki, að tryggja þessar 70 milljónir til viðbótar í NPA. Þessi upphæð skiptir sköpum fyrir nauðsynlega aukningu NPA-samninga og einnig til að tryggja einstaklingum í öndunarvélum lífsnauðsynlega þjónustu. Næstu skref eru að vinna að því að lögfesta öll ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslensk lög eins og við erum skuldbundin að gera. Við erum byrjuð í þeirri vinnu með frumvörpin tvö um félagsþjónustu sveitarfélaga og fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir þar sem NPA verður lögfest. Þetta er vinna sem þarf að klára sem allra fyrst. Ég fagna þeirri samstöðu sem hefur myndast um þau mál og hlakka til að vinna þau áfram.