148. löggjafarþing — 11. fundur,  28. des. 2017.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

67. mál
[15:41]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Nefndin fékk á sinn fund Gunnar Björnsson, Mörtu Birnu Baldursdóttur og Söru Lind Guðbergsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingibjörgu S. Sverrisdóttur og Kristínu Lindu Árnadóttur frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana. Auk þess barst umsögn frá Lögreglustjórafélagi Íslands.

Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem miðar að því að koma í veg fyrir aukinn kostnað við lífeyrisskuldbindingar vegna ósamræmis milli 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 2. mgr. 24. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, samanber 1. mgr. 35. gr. sömu laga.

Ég vísa að öðru leyti í nefndarálitið sem er á þskj. 108 en undir það rita sá sem hér stendur, Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.