148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:01]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur leggur það til núna þegar við erum í blússandi góðæri að barnabætur skerðist við tæpar 242 þús. kr. á mánuði. Við í minni hlutanum leggjum til að þessi skerðingarmörk verði færð upp að lágmarkslaunum, að 300 þús. kr. á mánuði. Þetta er hófstillt tillaga og við höfum efni á henni.

Ég segi já.