148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[16:59]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað Alþingi sem veitir framkvæmdarvaldinu þær fjárheimildir sem það á að starfa innan. Það má velta því fyrir sér hvort það sé yfir höfuð eðlilegt að framkvæmdarvaldið sé í raun með, að heita má, ótakmarkaða yfirdráttarheimild á þær fjárheimildir sem Alþingi veitir og til hvaða ráðstafana eigi þá að grípa til þess að stemma stigu við ef þær fjárheimildir eru ítrekað brotnar. Þetta byrjar jú hjá fjárveitingavaldinu sem liggur hjá þinginu. Ég held að þarf þurfi klárlega að horfa til ráðstafana.

Ég held að aðhaldskrafan gagnvart framkvæmdarvaldinu yrði miklu skilvirkari ef fjárheimildir bara tæmast og ekki væri mögulegt að sækja meira eða draga á yfirdrátt þar á móti; heldur sé þá fjárheimild ráðherra einfaldlega tæmd og hann þvingaður til að grípa til annarra ráðstafana.