148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[17:09]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel umræðuna í fjárlaganefnd hafa verið býsna áhugaverða síðustu tvo sólarhringana, sérstaklega eftir að þetta kom fram með varasjóðina, það eru tveir sólarhringar síðan spurningin kom fram og við fengum svörin í gær. Það er varla búið að verja fjármagni með neinum hætti úr varasjóðunum. Telur hv. þingmaður þá að það hafi verið mögulegt, í ljósi tímarammans og hvar við erum stödd í honum þegar við vinnum þetta svona hratt, að geta komið þessu í framkvæmd? Því að þetta breytir ótrúlega miklu varðandi fjáraukalögin og hlutföllin og annað, ef við tökum vaxtakostnaðinn frá og þau framlög. Þarna er 1% af útgjöldum ríkisins raunverulega ónotuð í varasjóði. Þetta lítur svolítið öðruvísi út allt saman. En telur hv. þingmaður, þar sem hv. þingmaður er fyrrverandi ráðherra, að það hefði verið mögulegt að ráða við það í stjórnkerfinu innan þessa tímaramma, fyrir áramót, að klára að fara í gegnum þetta ferli á svo skömmum tíma?