148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:05]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Nei, það er ekki svo. Tekið var sérstaklega fram að skólarnir þyrftu ekki að blæða, að þeir fengju þetta bætt. Hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra mun væntanlega útskýra það hér á eftir þegar kemur að atkvæðagreiðslu. Það má heldur ekki gleyma því að þetta eru ekki bara efnisgjöld, þetta eru líka skólagjöld þannig að þessi tala er ekki hárnákvæm, þetta er einhver námundun. Það breytir því ekki að innihaldið í svarinu er að þetta skerðir ekki rekstrarframlag skólanna heldur verður þeim bætt það upp. Eins og ég segi geri ég ráð fyrir að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra geri grein fyrir því hér á eftir.