148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er auðvitað hálfgerður grænjaxl hérna inni, búinn að vera í eitt ár og hef ekki mikla reynslu. Þó hef ég upplifað að það hafa verið unnin fjárlög af Alþingi án ríkisstjórnar annarrar en starfsstjórnar. Það gekk ágætlega. Við sjáum svo hvað kemur út úr plaggi þar sem tveir eða þrír mjög ólíkir flokkar leggja fram fjárlög og troða kannski í gegnum þingið. Ég veit ekki hvað hv. þingmaður var að meina, en kannski væri leiðin að í vor settust fjárlaganefnd og nefndir þingsins niður og ynnu með embættismönnum fjárlög sem þeim hugnuðust og sendu svo til framkvæmdarvaldsins og bæðu það að framkvæma það sem því ber að gera.