148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:59]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna verulega breytingartillögu fjárlaganefndar þess efnis að auka fjárframlög til framhaldsskólanna um 250 milljónir. Þessum fjármunum verður varið í að afnema efnisgjöld á framhaldsskólastiginu sem lúta að því gjaldi sem ákveðið er af skólayfirvöldum. Hér er um að ræða menntapólitíska ákvörðun sem miðar að því að efla iðn- og verknám í landinu. Þessi aðgerð er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar og ljóst er að mun færri útskrifast úr iðn- og verknámi hérlendis en í nágrannaríkjum okkar.

Virðulegi forseti. Það er afar ánægjulegt að sjá að myndast hafi þverpólitísk sátt um að afgreiða málið með þessum hætti. Að lokum vil ég óska öllum hér inni gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir samstarfið.