148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[15:26]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég skildi fyrirspurn hans á þann veg að ég legðist ekki gegn því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd færi yfir þau mál sem hv. þingmaður gerði að umtalsefni — og það er algjörlega rétt, að ég leggst ekki gegn því. Hvað varðar þau gögn sem hv. þingmaður vísar til þá hefur hv. nefnd kallað eftir þeim gögnum en á væntanlega eftir að fara yfir þau þannig að málið liggur bara þar. Hins vegar er það svo að dómur er fallinn í málinu þannig að sú niðurstaða liggur fyrir af hálfu Hæstaréttar.