148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[15:36]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla, líkt og aðrir hafa gert hér, að vísa sérstaklega í byrjun í starfshóp sem hæstv. forsætisráðherra skipaði á dögunum um eflingu og traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Það er gott og blessað og ég fagna því. Það eru aðrir þættir sem skipta máli hvað varðar traust almennings á stjórnvöldum.

Eitt af því sem mig langar til þess að koma inn á hér er mál, sem mikið hefur verið tekist á um á vettvangi íslensks samfélags síðustu ár og áratugi, en það varðar eðlilegt og sanngjarnt afgjald til íslenskrar þjóðar fyrir afnot af þjóðarauðlindunum. Nú er svo komið að það er ekki eingöngu ein stærsta atvinnugreinin heldur tvær sem byggja lífsviðurværi sitt og sinna á því að nota íslenska auðlind, sameign íslensku þjóðarinnar, án þess að við höfum borið gæfu til að skilgreina nákvæmlega hvernig íslensk þjóð á að njóta þeirrar eignar.

Mig langar til að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort hann geti ekki verið sammála mér í því að það að fá lúkningu í þetta mál (Forseti hringir.) skipti ekki síður máli varðandi traust almennings á stjórnmálunum og getu þeirra til að vinna að hagsmunum íslenskrar þjóðar án þess að missa málin sífellt (Forseti hringir.) … þess?