148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég er talsmaður þess að lækka tryggingagjaldið og ég hef verið nokkuð skýr með það hvað ég telji vera sanngjarnan tekjuskatt. Við sem settum saman þessa ríkisstjórn höfum lagt á það áherslu að aðgerðir af þessu taginu kölluðust á við það sem um væri samið á vinnumarkaði. Ég tel reyndar að það sé bara mjög ábyrgt og alveg skýrt, skynsamlegt markmið í sjálfu sér. Okkar bíður síðan að setja saman núna ríkisfjármálaáætlun til næstu ára þar sem þessi mál hljóta að koma til nánari umfjöllunar, bæði þessi tvö. (Forseti hringir.) Ég held að þegar upp verður staðið verði hv. þingmaður (Forseti hringir.) þokkalega sáttur (Forseti hringir.) hvað það varðar að stefnan er í átt til lækkunar.