148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:36]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og menn þekkja er það þannig í samsteypustjórnum að hver flokkur ber ábyrgð á sínum ráðherrum, leggur til sína ráðherra, þeir eru samþykktir sem slíkir. Á Íslandi er ekki fjölskipað stjórnvald heldur ber hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki þannig að það er mjög eðlilegt.