148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:58]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði um þetta áðan. Ég hef hvorki kynnt mér ályktunina sérstaklega né forsendurnar. Hv. þingmaður las vissulega upp úr ályktuninni og maður getur svo sem gert sér í hugarlund hvert þeir eru að fara. Ég tel mikilvægt í hverju máli fyrir sig að haft sé eins mikið samráð og hægt er, sérstaklega ef menn eru að huga að stefnumótun til langs tíma eins og búvörusamningar eru, til tíu ára. Huga þarf að samtali við unga fólkið sem réttilega, eins og kemur fram í ályktuninni, mun þurfa að búa við slíkt fyrirkomulag lengur en flestir aðrir.