148. löggjafarþing — 15. fundur,  23. jan. 2018.

rannsókn á skipun dómara við Landsrétt.

[13:49]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Já, það er áhugavert. Tilgangur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er að sjálfsögðu að rannsaka málið og þá kemur að því hvar við fáum upplýsingar um að rétt væri að gera það eða alla vega að við hefðum heimild til að gera það. Það er ekki tvöföld málsmeðferð eins og dómsmálaráðherra segir. Það kemur frá þeim sem komu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umboðsmanni Alþingis og aðallögfræðingi Alþingis. Það var alveg skýrt hjá þeim um þann dóm sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hún braut lög á ákveðnu sviði, að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakaði málið. Sem er síðan raunin. Upplýsingar hafa komið fram sem benda til þess að ráðherra hafi mögulega, eða a.m.k. eru meiri líkur á því, gert þetta vitandi vits. Það voru fleiri aðilar og í ráðuneytinu sem upplýstu ráðherra um að hún myndi brjóta lög ef hún héldi áfram framferði sínu.

Það er greinilega ekki meiri tími en þetta til að klára þetta, en varðandi það sem ráðherra hefur sagt að hún hafi ekki haft tíma: Jú. Við (Forseti hringir.) nefndum það ítrekað við ráðherra að við gætum sett þetta aftur til hennar til þess að hún gæti farið betur yfir málið og þá hefði hún haft mánuð. (Forseti hringir.) Að minnsta kosti tvær vikur í viðbót. Samt studdi hún að þetta væri keyrt í gegnum þingið og þingið þurfti að gera …(Forseti hringir.)