148. löggjafarþing — 15. fundur,  23. jan. 2018.

um fundarstjórn.

[14:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er gott að hafa staðreyndir hérna á hreinu um þá umræðu sem er í gangi. Já, það var kosið um skipun allra dómaranna í einu. Það var búið að minna á að það ætti að greiða atkvæði um einstaka dómara samkvæmt lögum áður en var haldinn þingfundur. Að varpa þeirri ábyrgð að kalla eftir slíkri atkvæðagreiðslu yfir á einstaka þingmenn er einfaldlega óábyrgt. Það var búið að láta vita að það þyrfti að greiða atkvæði um hvern og einn og einasta. Ég vil bara hafa það á hreinu í umræðunni. Og að forseti svari kannski fyrri fyrirspurn minni um það hvort tilefni til áminningar varðandi brigsl eigi við eða ekki.