148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:45]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er akkúrat kjarni málsins að þegar þingmannanefndin skilaði af sér 2010 var gert ráð fyrir að eftirfylgni yrði á höndum þingsins en ekki einstakra ráðuneyta. Mér finnst það mikilvægt atriði í því sambandi, bæði út frá verkaskiptingu milli framkvæmdarvalds og þingsins en líka einfaldlega vegna þess að fjármálaráðuneytið hefur ekki almennt hlutverk gagnvart eftirliti með stjórnsýslunni. Fjármálaráðuneytið tilnefnir ekki ábyrgðaraðila með verkefnum hjá öðrum ráðuneytum, eins og gert er ráð fyrir í skýrslubeiðninni.

Það er fleira í þessu sem er misskilningur. Þetta er ágætisábending, ágætishugmynd og ágætisáminning um að nauðsynlegt sé að fara yfir þessar rannsóknarskýrslur og kanna hvernig þeim hefur verið fylgt eftir. En þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra. [Hlátur í þingsal.] (Forseti hringir.) Það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og aðra þætti ríkisvaldsins (Forseti hringir.) hins vegar. Ég held að málið myndi (Forseti hringir.) batna með frekari yfirlegu (Forseti hringir.) og að markmiðinu (Forseti hringir.) yrði betur náð með því að nálgast það með öðrum hætti.