148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[16:12]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég tek undir þetta sjónarmið. Jafnréttisvinkillinn er mjög mikilvægur í þessu máli. En það verður líka að huga að barninu og hvað er því fyrir bestu. Það að hafa aðgang að foreldrinu, ef barn á bara eitt, að hafa aðgang að foreldri sínu í jafn langan tíma og barn sem á tvo, er mjög mikilvægt. Ég mun alla vega skoða það sjálf hvaða möguleikar eru í stöðunni til að einstæðir foreldrar geti fengið að hafa barnið lengur því þetta er mikilvægt líka. Réttindi barnsins til að hafa aðgang að tíma með foreldrum sínum verður að trompa jafnréttið.