148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[16:23]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Nú er kominn upp alvarlegur klofningur í þingflokki Pírata. Hv. þm. Halldóra Mogensen talaði akkúrat í hina áttina. En það gæti í sjálfu sér gerst í erfiðari málum en þessu.

Ástæðan fyrir því að við skiptum orlofinu í fimm, fimm, tvo mánuði, er að það er niðurstaða skýrslunnar. Jafnvel þótt við teljum okkur oft hafa rétt fyrir okkur og geta leyst málin upp á eigin spýtur held ég að það sé ágætt að halla sér að þeirri miklu og góðu vinnu sem unnin var í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur.

Annars staðar á Norðurlöndum er þessi valkvæði hluti nánast alltaf inni. Í Svíþjóð er það hins vegar öðruvísi. Þar eru þrír mánuðir bundnir fyrir konu, þrír fyrir karla og 10 valkvæðir. Það eru ýmsar útfærslur á því.