148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[17:12]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Ég held að þetta mál sé bara mjög jákvætt. Ég held að við eigum í þessu samhengi að horfa til heildarsamhengis hlutanna. Það er mjög misjafnt út frá einstaklingum eða barninu hvenær því hentar að hefja grunnskólagöngu. Nú þegar í mörgum tilvikum hefja börn grunnskólagöngu fyrr, við fimm ára aldurinn, þó að skólaskyldan sem slík telji frá sex ára aldri. Þarna er sjálfsagt að horfa til þess að skapa aukinn sveigjanleika og tækifæri sem skila okkur betra menntakerfi fyrir bæði börn og foreldra þeirra.