148. löggjafarþing — 17. fundur,  25. jan. 2018.

ÖSE-þingið 2017.

87. mál
[12:57]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir ágæta yfirferð hv. þingmanns á þessari góðu skýrslu. Í skýrslunni er fjallað um yfirferð framkvæmdastjóra hinnar dönsku miðstöðvar um netöryggi, og ráðgjafa sömu stofnunar um netöryggismál, um netöryggiskvarða. Danir leggja til fjögurra stiga kvarða út frá áhættumati á áhrifum af netárás.

Svo minntist hv. þingmaður á hættuna af svokölluðum falsfréttum og viðbrögðum við þeim, sérstaklega í ljósi falskra frétta og áróðri af ýmsu tagi hafður hefur verið uppi í upplýsingahernaði, ekki síst í deilum Úkraínumanna og Rússa undanfarið.

Mig langaði til þess að spyrja hvort hv. þingmaður gæti rakið kvarðana nánar og útskýrt hver þessi fjögur stig eru. Gæti hv. þingmaður farið aðeins yfir hvað rætt var á fundinum? Ég held að það skipti miklu máli — og sífellt meira máli fyrir það sem er í gangi.

Ég er með aðra fyrirspurn en ætla að láta hana bíða betri tíma.