148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[13:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Þórunni Egilsdóttur, Bergþóri Ólasyni, Ingu Sæland og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Ásmundur Friðriksson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í gær, mánudaginn 29. janúar, tóku því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Þórarinn Ingi Pétursson, Maríanna Eva Ragnarsdóttir, Guðmundur Sævar Sævarsson, Bjarni Jónsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Bjarni Jónsson og Unnur Brá Konráðsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.

Kjörbréf Þórarins Inga Péturssonar, Maríönnu Evu Ragnarsdóttur og Guðmundar Sævars Sævarssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Þórarinn Ingi Pétursson, 4. þm. Norðaust., Maríanna Eva Ragnarsdóttir, 4. þm. Norðvest., og Guðmundur Sævar Sævarsson, 8. þm. Reykv. s., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]