148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

einstaklingar með þroskaskerðingu og geðræn einkenni.

[13:59]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni enn og aftur fyrir að fylgja þessu mikilvæga máli eftir hér í þinginu. Við gerum ráð fyrir því að geðheilbrigðisáætlunin verði fjármögnuð, þ.e. að við fylgjum henni eftir í fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár og þar með talið þeim úrræðum sem hv. þingmaður er hér sérstaklega að kalla eftir — sé þeirra getið í áætluninni sem hann kann greinilega betur en nýr ráðherra heilbrigðismála, sem er gott. Hann bendir á að sérstaka áætlun þurfi fyrir þennan hóp. Ég er sammála því að það þarf. Ég mun taka þetta mál áfram og halda á því sérstaklega — í tilefni af því að hér er um að ræða orðaskipti sem stafa af jómfrúrræðu varaþingmanns sem maður á að taka sérstaklega hátíðlega.