148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

birting dagskrár þingfunda.

[14:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Halldóru Mogensen. Það er sannarlega hægt að skipuleggja þingstörfin betur. Jafnvel þó að við höfum ekki ákveðið hvað við ætlum að tala lengi í hverju máli og jafnvel þó að ég sé þeirrar skoðunar að við ættum endilega að skoða þau mál og horfa til þinganna í hinum norrænu ríkjunum er þó hægt að segja þegar verið er að gera drög að dagskrá hvaða stjórnarfrumvörp áformað sé að ræða. Hægt er að gera drög að slíkri áætlun. Það er of mikil þoka yfir því að setja bara orðin þingmannamál og stjórnarþingmál. Við getum ekki undirbúið okkur gagnvart því. En ef það kæmi hugmynd um um hvaða mál ætti að ræða og frá hvaða ráðherrum værum við betur stödd í skipulagningunni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)