148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

eftirlit með skipum.

110. mál
[15:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir. Ég er með eina spurningu um þetta mál af því að hér var aftur farið í smá breytingar á fyrirkomulaginu. Venjulega fara svona mál fyrir lögreglu sem fer ákveðnum lögum og ferlum um það hvernig hún meðhöndlar málin og réttindi þeirra sem brjóta af sér. Stofnunin fer eftir allt öðrum ferlum. Væntanlega þarf stofnunin að afla sér þekkingar til þess að fara með mál af þessum toga. Þá velti ég fyrir mér hvort niðurstaðan verði eitthvað einfaldari þegar á allt er litið þegar stofnunin er búin að fara í þau ferli sem annars mundi vera farið eftir í lögreglunni. Er það eitthvað hagkvæmara að gera það innan Samgöngustofu en innan lögreglunnar sem hefur sérþekkingu á því hvernig tryggja á réttindi þeirra sem fjallað um?

Sagt er að heimild sé til að leggja stjórnvaldssekt á einstaklinga. Þá pæli ég í því hvort það sé fordæmisgefandi á einhvern hátt í víðara samhengi.

Að lokum langar mig að nefna að hér er verið að leggja stjórnvaldssekt samkvæmt 19. gr. laga um eftirlit með skipum sem varðar upplýsingaskyldu. Mér finnst það pínulítið kaldhæðnislegt með tilliti til annarra mála, en látum það standa hér sem athugasemd.