148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

eftirlit með skipum.

110. mál
[15:19]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að áhyggjur hv. þingmanns séu ekki alls kostar réttar, þ.e. af því að sérþekkingin sé ekki til staðar, að leita þurfi hennar annars staðar og þess vegna verði málin alltaf jafn umfangsmikil. Í dag er metið hvort um brot sé að ræða út frá þeirri sérþekkingu sem er að finna hjá Samgöngustofu. Þarf þá að kæra til lögreglu, sem er mjög íþyngjandi fyrir minni háttar brot. Sú leið að hægt sé að afgreiða málið með stjórnvaldssektum er því minna þungbær fyrir þá sem gerast hugsanlega brotlegir.

Varðandi hugmyndir um hvort hér séu einhver fordæmi þarf líka að líta til þess að um sjórétt er að ræða þar sem ábyrgð skipstjóra er mjög mikil þannig að þessi hlutlæga ábyrgð er þar til staða. Fordæmið mundi þá fyrst og fremst vera varðandi sambærilegt hugsanlegt brot eða meint brot.