148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[10:51]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Varðandi þátt Alþingis í málinu er alveg ljóst að eins og lögin voru og eru var gert ráð fyrir aðkomu Alþingis að endanlegri aðkomu í þessu efni. Það er bæði á grundvelli þeirrar reglu að þegar ráðherra víkur frá ráðleggingum dómnefndar skuli bera það undir Alþingi en líka vegna þeirrar sérreglu sem gilti um skipun landsréttardómara í fyrsta sinn, að það skyldi í öllum tilvikum borið undir Alþingi. Alþingi ber auðvitað ábyrgð á þeirri atkvæðagreiðslu sem hér fer fram og þeir þingmenn sem þar greiddu atkvæði. (Gripið fram í.) Þau sjónarmið sem reifuð hafa verið og koma m.a. fram í tölvupóstum innan dómsmálaráðuneytisins komu fram fyrir þinginu, í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar komu fram vangaveltur, skiptar skoðanir, sjónarmið um að öðruvísi bæri að standa að málum. Það voru því ekki nýjar eða óvæntar upplýsingar að þetta matskennda (Forseti hringir.) ákvæði 10. gr. stjórnsýslulaganna væri hægt (Forseti hringir.) að túlka mismunandi og það er nákvæmlega það sem málið snýst um.