148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[10:54]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Ég verð að segja að ég undrast þá umræðu sem hér er og ég undrast þau orð sem hv. þingmenn Viðreisnar hafa látið falla. Ég vil af því tilefni rifja upp orð sem féllu á opnum fundi þingflokks Viðreisnar og haft var eftir Hönnu Katrínu Friðriksson á RÚV þar sem segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Það vorum við sem rákum hana [dómsmálaráðherra] til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn“ — þ.e. lista dómnefndarinnar.

Þáverandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, sagði einnig orðrétt, með leyfi forseta:

„Við sögðum einfaldlega að listi sem uppfyllti ekki jafnréttissjónarmið, að við gætum ekki samþykkt hann.“

Nú spyr ég hv. þingmenn Viðreisnar: Í hvaða stöðu voru þeir búnir að koma dómsmálaráðherra með þeim yfirlýsingum?